Hvað eru ensím?

Ensím eru hvatar, upprunnir úr lifandi frumum, sem hvetja efnahvörf í öllum lifandi verum og hraða þannig endurnýjunar- og „viðgerðarferli” líkamans. Notkun próteinkljúfandi ensíma til lækninga á sér sögu í árþúsundir og hafa ýmsir slíkir lífhvatar verið notaðir við ýmsum kvillum á undanförnum áratugum. Þegar þorskaensímin hafa verið hreinsuð eru þau sett í rakagefandi blöndu. Ensímin hafa takmarkaðan líftíma eftir að þau komast í snertingu við húð eða slímhimnur mannsins. 

Coddoc

Coddoc er fyrst og fremst ætlað að mýkja vöðva og liðka liði en það getur einnig þjónað hlutverki sínu sem rakagefandi og græðandi húðáburður í margvíslegum viðfangsefnum.

Skoða vöru

Spotdoc

Spotdoc er hrein íslensk náttúruvara sem á undanförnum árum hefur skilað unglingum og ungu fólki miklum árangri í baráttu sinni við bólur og erfiða húð, til dæmis í andliti og á baki. Spotdoc er rakagefandi húðáburður, sótthreinsandi og græðandi. Í honum eru engin rotvarnarefni, fita, olía, ilm- eða litarefni sem valdið geta ofnæmisviðbrögðum.

Skoða vöru

Zopure Serum

Zopure snyrtivörurnar eru byggðar á meira en aldarfjórðungs rannsóknar- og þróunarstarfi vísindamanna við Háskóla Íslands. Rannsóknirnar beindust að próteinkljúfandi meltingarensímum Norður-Atlantshafsþorsksins og þróun aðferða til að einangra þau, hreinsa og nýta í húðvörur. Framleiðslan, sem er grunnefnið í Zopure snyrtivörunum, er kölluð Penzyme®. Notkun þorskaensímanna í heilsu- og snyrtivörur er einkaleyfisvarin uppfinning Dr. Jóns Braga Bjarnasonar (1948-2011) prófessors í lífefnafræði við Háskóla Íslands.

Skoða vöru

Norður-Atlantshafsþorskurinn

Tennur Norður-Atlantshafsþorsksins eru lítilfjörlegar. Hann gleypir því alla fæðu sína, til dæmis síli, loðnu, karfa, kolmunna og jafnvel smáþorsk, í heilu lagi. Í stað nothæfra tanna ræður þorskurinn hins vegar yfir afar öflugum meltingarensímum sem brjóta fæðuna niður við einungis nokkurra gráða hita sjávarins og allt niður í -2°C.

Spotdoc - burt með bólurnar!

„Ég sá loksins breytingu með þessu frábæra íslenska kremi", segir Viktoría Von Jóhannsdóttir sem barðist við unglingabólurnar í mörg ár. „Svo er það alls ekki dýrt - ég gat notað efnið úr einum 50 ml brúsa daglega í þrjá mánuði."

Spotdoc inniheldur Penzyme, öflug ensím úr Norður Atlantshafsþorski, sem notuð hafa verið með góðum árangri í Penzim vörunum um árabil. Í Spotdoc er aukið magn ensíma og önnur innihaldsefni sem reynst hafa fjölmörgum notendum vörunnar vel við hreinsun og endurnýjun húðarinnar.