Hvað eru ensím?

Ensím eru hvatar, upprunnir úr lifandi frumum, sem hvetja efnahvörf í öllum lifandi verum og hraða þannig endurnýjunar- og „viðgerðarferli” líkamans. Notkun próteinkljúfandi ensíma til lækninga á sér sögu í árþúsundir og hafa ýmsir slíkir lífhvatar verið notaðir við ýmsum kvillum á undanförnum áratugum. Þegar þorskaensímin hafa verið hreinsuð eru þau sett í rakagefandi blöndu. Ensímin hafa takmarkaðan líftíma eftir að þau komast í snertingu við húð eða slímhimnur mannsins.